Fyrir konur á öllum aldri.

Rakagefandi krem með mjólkursýrugerlum fyrir þurra og viðkvæma húð á kynfærasvæðinu.

Kremið hefur reynst mjög vel eftir rakstur og vax á kynfærasvæðinu.

Hentar einnig vel fyrir konur á breytingaskeiðinu.

 

– Inniheldur mjólkursýrugerla

Ellenkrem

– Viðheldur eðlilegri gerlaflóru og pH-gildi á kynfærasvæðinu.

– Kemur í veg fyrir þurrk og viðheldur raka húðarinnar.

-Veitir öfluga vörn gegn óæskilegum bakteríum.

-Mýkir húð og ytri slímhúð.

 

Eiginleikar Ellen kremsins:

Inniheldur ekki vatn

Smýgur vel inn í húðina

Drjúgt og auðvelt í notkun

Án ilmefna

Án rotvarnarefna

Án estrógen

Kremið inniheldur mjólkursýrugerlana L. gasseri LN40, L. fermentum LN99 og L. rhamnosus LN113 gerla.

Berist á húð á kynfærasvæðinu daglega eða eftir þörf.

Hlutverk mjólkursýrugerla.

Samkvæmt rannsóknum má finna margar tegundir mjólkursýrugerla á kynfærasvæði kvenna. Mjólkursýrugerlar framleiða mjólkursýru sem hjálpar til við að halda jafnvægi á gerlaflórunni ásamt því að viðhalda eðlilegu pH-gildi. Ef flóran er í jafnvægi þá fyrirbyggir það oft óþægindi, kláða og ólykt á kynfærasvæðinu. Flestar konur sem hafa fundið fyrir óþægindum og kláða á kynfærasvæðinu vilja koma í veg fyrir að þessi vanlíðan endurtaki sig.